Hágæða Sófar
og Gluggatjöld
Zenus sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á hágæða sófum og sérsmíðuðum húsgögnum. Við bjóðum fjölbreytt úrval gluggatjalda frá viðurkenndum framleiðendum, ásamt sérhæfðri bólstrunar- og viðhaldsþjónustu.


Sófar
Íslenskir sófar og húsgögn
Sófarnir frá Zenus er íslensk gæðaframleiðsla þar sem einfaldleikinn og hagnýt sjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Útlitshönnunin er stílhrein og tekur sérstaklega mið af notkunargildi og þægindum sófans.
Framleiðslan
Zenus er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða sófa sem hægt er að raða saman eftir þörfum hvers og eins, hvort sem það er í stofuna, sjónvarpshornið eða sumarbústaðinn.
Viðgerðir
Hjá Zenus vinna faglærðir bólstrarar sem hafa sérhæft sig í viðgerðum og endurklæðningum á bólstruðum húsgögnum fyrir heimili, stofnanir, fyrirtæki, útgerðir og fleiri.
Hreinsivörur
Við bjóðum upp á hágæðavörur frá Leather Master til viðhalds á húsgögnum. Þetta eru afar meðfærileg efni til hreinsunar og næringar á leðri, áklæði og tréhúsgögnum.
Áklæði
Við flytjum inn vönduð og viðurkennd áklæði frá framleiðendum eins og Svensson, Camira Fabrics, Gabriel o.fl. Leðrið er m.a. frá Sörenssen og Elmo. Kíktu og skoðaðu úrvalið.